Iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður. mbl.is

„Þetta er mál sem ég og nokkr­ir aðrir leggja fram um form­lega af­sök­un­ar­beiðni til þeirra iðkenda Falun Gong sem var meinað að iðka tján­ing­ar­frelsi sitt á Íslandi og meinuð land­ganga,“ seg­ir Guðmund­ur Stein­gríms­son alþing­ismaður um þings­álykt­un­ar­til­lögu sem hann er flutn­ings­maður að og lögð hef­ur verið fram á Alþingi.

Vís­ar Guðmund­ur þar til þess þegar komið var í veg fyr­ir að iðkend­ur Falun Gong gætu mót­mælt hér á landi á meðan á op­in­berri heim­sókn for­seta Kína stóð sum­arið 2002. Var sum­um þeirra meinað að stíga upp í flug­vél­ar á veg­um Icelanda­ir á leið til lands­ins en öðrum neitað um land­vist­ar­leyfi og voru þeir meðal ann­ars hýst­ir í Njarðvík­ur­skóla. Marg­ir tug­ir Falun Gong-iðkenda komu til lands­ins í þeim til­gangi að mót­mæla.

„Þetta er lagt fram, ekki síst bara út af for­dæm­is­gild­inu. Það er að af­sök­un­ar­beiðnin fari fram form­lega með framtíðina í huga. Það eiga eft­ir að koma aðrar heim­sókn­ir frá Kína eða öðrum lönd­um og þá er mjög mik­il­vægt að lög­gjaf­inn sé bú­inn að taka mjög skýra af­stöðu, að þetta nátt­úru­lega geng­ur ekki,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir síðan óljóst hvort um­rædd­ir ein­stak­ling­ar hafi fengið greidd­ar bæt­ur vegna kostnaðar sína. „Það fer tvenn­um sög­um af því hvort þeir hafi fengið bæt­ur og það er nátt­úr­lega kurt­eisi að greiða þeim bæt­ur fyr­ir þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka