Andlát: Jón Magnússon

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

Jón Magnús­son, fyrr­ver­andi stór­kaupmaður, lést þriðju­dag­inn 27. mars síðastliðinn á Land­spít­al­an­um við Hring­braut, 89 ára að aldri.

Jón fædd­ist í Reykja­vík 18. júní 1922. For­eldr­ar hans voru Magnús Sig­urðsson banka­stjóri og Ástríður Stephen­sen Magnús­dótt­ir.

Jón stundaði nám við Verzl­un­ar­skól­ann í Reykja­vík. Eft­ir það hóf hann störf hjá raf­verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Rönn­ing hf. í rúma tvo ára­tugi en stofnaði síðan 1961 ásamt mági sín­um fyr­ir­tækið Joh­an Rönn­ing hf., umboðs- og heild­versl­un með raf­búnað. Jón byggði upp heild­söl­una frá grunni og rak fyr­ir­tækið í rúma fjóra ára­tugi.

Jón var í hópi 20 fé­lags­manna Fé­lags ís­lenskra stór­kaup­manna sem 1971 stofnuðu Heild hf., fé­lag um bygg­ingu nýrr­ar miðstöðvar heild­versl­ana í Sunda­borg í Reykja­vík, og ritaði hann jafn­framt Sögu Sunda­borg­ar. Hann var formaður FÍS 1975 til 1979. Hann var stofn­andi og stjórn­ar­formaður Silf­ur­lax hf. 1984. Jón sat í stjórn Versl­un­ar­ráðs Íslands og í stjórn Íslenskr­ar versl­un­ar og var jafn­framt formaður Fé­lags raf­tækja­heild­sala. Jón var kjör­inn heiðurs­fé­lagi Fé­lag ís­lenskra stór­kaup­manna.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jóns er Dóra Björg Guðmunds­dótt­ir. Þau eiga þrjú upp­kom­in börn.

Jón verður jarðsung­inn frá Dóm­kirkj­unni næst­kom­andi miðviku­dag og hefst at­höfn­in kl. 13.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert