Yfirprentað íslenskt frímerki fór á milljón

Frímerkið sem fór á milljón á uppboði um síðustu helgi.
Frímerkið sem fór á milljón á uppboði um síðustu helgi.

Íslenskt frímerki var selt á eina milljón á uppboði hjá sænska uppboðsfyrirtækinu Postiljonen í Malmö á dögunum. Um var að ræða eintak af „Í gildi“-yfirprentuðu frímerki frá upphafi tuttugustu aldarinnar.

Frímerkið seldist á 5.200 evrur sem eru um 880.000 ísl. kr. og svo lögðust 20% ofan á þá upphæð.

Magni R. Magnússon er tengiliður Postiljonen á Íslandi. Hann segir að um sé að ræða svokallað auramerki frá 1902 sem átti að fara úr gildi en var yfirprentað.

Magni segir frímerki frá tímabilinu 1876 til 1900 og umslög með frímerkjum frá þeim tíma vera að lágmarki nokkurra tuga þúsunda virði. „Eins er gott verð í gömlum póstkortum með frímerkjum og líka ófrímerktum vegna sögulegs gildis þeirra. Það geta verið mikil verðmæti í gömlum póstsendum umslögum, það á alls ekki að rífa frímerkin af umslögunum. Íslendingar hafa allt of lítið geymt svona og það var alltaf vaninn að rífa frímerkin af umslögunum,“ segir Magni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka