Þóra ætlar í framboð

Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta.
Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þóra Arn­órs­dótt­ir fréttamaður ætl­ar að til­kynna á morg­un, miðviku­dag, að hún ætli að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Þetta til­kynnti hún vin­um sín­um í dag, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Fimm aðrir hafa þegar til­kynnt fram­boð til for­seta Íslands. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri. Kosið verður til for­seta 30. júní næst­kom­andi.

Þóra er fréttamaður á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert