Rannsókn á máli Gunnars Andersen er lokið hjá lögreglu

Gunnar Andersen.
Gunnar Andersen. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn á máli Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er lokið og verður sent ríkissaksóknara síðar í vikunni.

Gunnari er gefið að sök að hafa með ólögmætum hætti aflað bankaupplýsinga um þingmann og komið þeim í fjölmiðla. Ríkissaksóknari mun taka ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra á hendur Gunnari. Þrír aðrir hafa réttarstöðu sakbornings og fékk ríkissaksóknari einnig upplýsingar um meinta aðild þeirra að málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert