Roknastemning í Laugardalslaug

Mikil mannmergð er í Laugardalslauginni, sem opnaði aftur í dag eftir endurbætur. Góð stemning er meðal sundlaugagesta þótt kalt sé í veðri, að sögn starfsmanns í afgreiðslu laugarinnar. „Við mokum krökkunum ofan í og mér sýnist bara vera heilmikið fjör og allir að leika." 

Endurbætur hafa staðið yfir í Laugardalslaug um nokkurra  vikna skeið og undanfarna þrjá daga var hún alfarið lokuð vegna framkvæmda. Tíminn var hinsvegar nýttur vel við að koma fyrir nýjum leiktækjum og mála heitu pottana. 

Kaffi frekar en ís

Krakkarnir sem streyma í laugina í dag hafa því getað fengið útrás fyrir nýjungagirnina en meðal nýrra leiktækja má nefna jakahlaupabraut („wipe-out braut") og slöngubraut fyrir yngstu krakkana auk skvettiskálum og nýjm körfum.

Nýju tækin hafa öll virkað eins og á að gera, en það eina sem hefur bilað er hinsvegar hliðið í afgreiðslunni. Það hefur þó ekki komið að sök að sögn starfsmanns. Þótt sumarið sé formlega byrjað eru þó ekki margir sem kaupa sér ís þegar upp úr lauginni er komið, en nokkrir hafa farið í kaffið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert