Skuldavandinn eykst

mbl.is/ÞÖK

„Í mínum huga sýna þessar upplýsingar að ríkisstjórnin ræður ekki við það verk sem hún gaf sig út fyrir að sinna. Það er einfalt mál. Skuldavandi heimilanna er að aukast,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjar tölur um fasteignaskuldir sem hann fékk frá efnahagsráðherra.

„Tölurnar sýna að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna hefur lækkað frá hruni en verðbæturnar hafa aftur á móti hækkað um 143 milljarða. Á sama tíma hefur höfuðstóll óverðtryggðra lána hækkað gríðarlega mikið. Það sýnir að þeir sem geta eru að færa sig úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð.“

Árið 2007 var höfuðstóll verðtryggðra lána tæpir 554 milljarðar og voru verðbætur þar af tæplega 72 milljarðar. Höfuðstóllinn hefur síðan hækkað í 692 milljarða og nálgast verðbæturnar 215 milljarða króna. Hafa þær því hækkað um 143 milljarða frá 2007. Til samanburðar var höfuðstóll óverðtryggðra lána um 135 milljarðar í lok síðasta árs og hafði 30-faldast frá árinu 2009.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að bráðabirgðatölur benda til að þeim heimilum hafi fjölgað talsvert á síðasta ári sem skulda milli 15 og 20 milljónir króna og er þróunin almennt í þá átt að skuldirnar aukast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert