Reyktu að vild á Austurvelli

Ungur karlmaður reykir úr plastflösku á Austurvelli. Myndin er fengin …
Ungur karlmaður reykir úr plastflösku á Austurvelli. Myndin er fengin úr myndaseríunni sem birt var á vefnum 9gag. Ljósmynd/9gag

Lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins sá ekki ástæðu til að bregðast við viðburði sem hald­inn var á Aust­ur­velli föstu­dag­inn síðastliðinn, 20. apríl, þar sem vak­in var at­hygli á málstað hóps­ins Rvk Homegrown, en hann berst fyr­ir lög­leiðingu kanna­bis­efna. Af mynd­um að dæma reykti fólkið ólög­leg vímu­efni.

Myndasyrpa af Aust­ur­velli var birt á afþrey­ing­ar­vefn­um 9gag en hann er afar fjöl­sótt­ur. Þar seg­ir að fólk hafi verið boðað til að mæta fyr­ir utan Alþingi og reykja kanna­bis­efni til að móta­mæla vímu­efna­lög­gjöf­inni ís­lensku. Þá kem­ur fram að sök­um þess að þetta sé annað árið í röð sem viðburður­inn sé hald­inn hafi þeir ótt­ast að mæt­ing­in yrði dræm, annað hafi komið á dag­inn.

Á mynd­un­um má sjá ungt fólk reykja það sem virðist vera kanna­bis­efni úr vafn­ing­um, plast­flösk­um og öðrum þar til gerðum tækj­um og tól­um. Einnig má sjá að lög­reglu­bíl er ekið fram­hjá Aust­ur­velli. Tekið er sér­stak­lega fram að lög­regla hafi ekki haft af­skipti af fólk­inu, en hafi vel vitað hvað væri í gangi.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regla hafi vitað af viðburðinum. Aðstand­end­ur hafi fengið leyfi hjá Reykja­vík­ur­borg til að kríta á stétt­ar slag­orð sín og mynd­ir af kanna­bis­lauf­um. „Það var þó ekki minnst á að fólk myndi neyta ólög­legra efna þarna.“

Hins veg­ar seg­ir Friðrik Smári að lög­regla hafi haft spurn­ir af því að fólk væri hvatt til að þykj­ast reykja kanna­bis­efni. „Við fylgd­umst með úr fjar­lægð og ekki þótti ástæða til að bregðast við.“

Eng­in til­vilj­un er að um­rædd­ur viðburður fór fram á föstu­dag eða að fólk hafi verið hvatt til að kveikja sér í „jónu“, þ.e. kanna­bis­vafn­ingi, kl. 16.20. Segja má að 20. apríl hvert ár sé nokk­urs kon­ar dag­ur kanna­bis­efna á heimsvísu. Og þann dag neyti menn sér­stak­lega kanna­bis­efna kl. 16.20. Ýmist er talað um 420 eða 4/​20 og er um rót­gróna hátíð að ræða í kanna­bis­heim­in­um.

Í til­efni af því að haldið var upp á 4/​20 hér á landi með of­an­greind­um viðburði sendi mbl.is fyr­ir­spurn til Stef­áns Ei­ríks­son­ar, lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins. Spurn­ing­arn­ar lutu að því hvort lög­reglu­stjór­an­um þætti eðli­legt að hóp­ur fólks reykti ólög­leg vímu­efni á Aust­ur­velli, og það um há­bjart­an dag.

Einnig var lög­reglu­stjór­inn spurður um það hvaða skila­boð hann teldi að send væru út í sam­fé­lagið þegar viðburður að þessu tagi væri lát­inn óátal­inn af lög­reglu, þrátt fyr­ir vitn­eskju um hann.

Að lok­um hvort ekki hefði verið eðli­legra að lög­regla at­hugaði hvort verið væri að neyta ólög­legra vímu­efna á Aust­ur­velli í stað þess að gefa sér að fólk væri að þykj­ast.

Stefán kvaðst ekki hafa neinu að bæta við svar Friðriks Smára.

Úr myndasyrpunni sem birt var á afþreyingarvefnum 9gag, en myndirnar …
Úr myndasyrp­unni sem birt var á afþrey­ing­ar­vefn­um 9gag, en mynd­irn­ar voru tekn­ar á Aust­ur­velli á föstu­dag. Ljós­mynd/​9gag
Önnur mynd úr myndaseríunni sem birt var á 9gag af …
Önnur mynd úr myndaserí­unni sem birt var á 9gag af viðburði Rvk homegrown á Aust­ur­velli 20. apríl sl. Ljós­mynd/​9gag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert