Eldurinn kviknaði í tengikassa

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar lögreglu á brunanum sem var hjá röraverksmiðjunni Set á Selfossi í marsmánuði voru eldsupptök í tengikassa sem staðsettur var í suðvesturhluta skemmunnar sem brann.

Fram kemur á fréttavefnum Sunnlenska.is að strax í upphafi hafi grunur beinst að því að eldsupptökin hafi verið út frá rafmagni en starfsmenn Sets höfðu orðið varir við rafmagnstruflanir rétt áður en eldurinn braust út.

Eins og mbl.is greindi ítarlega frá á sínum tíma urðu miklar skemmdir á skemmunni og eldurinn breiddist síðan út í gegnum þak yfir í skemmtistaðinn 800bar sem var áfastur henni og brann staðurinn til kaldra kola.

Frétt Sunnlenska.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert