Huang Nubo leigi Grímsstaði til 40 ára

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Ég er bjartsýnn á að af þessu verði. Þetta snýst um að byggja hótel úti á landi og við vonum að af því verði,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um fjárfestingar Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum.

Eftir að innanríkisráðherra hafnaði umsókn Huang um að fá undanþágu frá lögum um kaup útlendinga á landi var atvinnuþróunarfélögunum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu falið að kanna hvort sá möguleiki væri í stöðunni að sveitarfélög á Norður- og Austurlandi keyptu jörðina og leigðu hana til félags í eigu Huang Nubo. Atvinnuþróunarfélögin hafa nú skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög gætu komið að málinu.

Rætt hefur verið um að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70% hlut í Grímsstöðum. Lagt er til að íslenskt félag Huang Nubos leigi landið til 40 ára og greiði leigufé fyrirfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert