Samþykkt var á fundi fræðslunefndar Sveitarfélagsins Árborgar í gær, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að samþykkja þá tillögu að sveitarfélagið segi sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands frá og með 1.júlí nk.
Þetta kemur fram í Fréttablaði Suðurlands en þar segir að samþykkt hafi verið að vísa málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til frekari umfjöllunar þar.
Þá segir að hlutur Sveitarfélagsins Árborgar í skólaskrifstofunni sé um 48%.