Arnar Sigurðsson: Ólán

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson

„Eitt af óheppilegri samheitum í íslenskri tungu er hin tvöfalda merking orðsins lán sem „gæfa“ og lántaka í formi peninga (sem stundum reynist ólán). Nýjasta kennisetning stjórnmálamanna er að hið mesta lán felist í sem mestu láni og hafa síðustu tvær ríkisstjórnir aukið skuldir ríkissjóðs um 1.400 milljarða frá hruni til að sannreyna kenninguna,“ segir Arnar Sigurðsson í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir „lánsemi“ velferðarstjórnar fjármagnseigenda virðast engin takmörk sett og hoppa nú aðdáendur og álitsgjafar af kæti yfir nýjasta óláni þjóðarinnar vegna nýs láns upp á 1.000 milljónir dala.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Arnar: „Kostnaður skattgreiðenda af hinum lántekna „trúverðugleika“ er um 74 milljarðar í fágætri erlendri mynt. Flestir vita hinsvegar að hvorki er hægt að fyrirskipa né kaupa virðingu. Sama á við um trúverðugleika sem heldur verður ekki tekinn að láni.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert