Egill Einarsson alvarlega veikur

Egill Einarsson.
Egill Einarsson. Morgunblaðið/Kristinn

Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillzenegger, var lagður með hraði inn á Landspítalann um helgina vegna bráðaheilahimnubólgu. Þetta staðfestir móðir Egils, Ester Ásbjörnsdóttir. Hún segir að líðan hans sé eftir atvikum en hann sé á batavegi.

„Hann er kominn af gjörgæslu núna, þetta er allt á réttri leið en hann er mjög veikur,“ segir Ester. Veikindi Egils hafi borið mjög brátt að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert