Arkitektúr.is átti vinningstillöguna

Tölvuteikning af vinningstillögu að byggingu fyrir fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur …
Tölvuteikning af vinningstillögu að byggingu fyrir fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Arki­tekta­stof­an Arki­tekt­úr.is varð hlut­skörp­ust í hönn­un­ar­sam­keppni um bygg­ingu fyr­ir alþjóðlega tungu­mála­miðstöð Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um á Hug­vís­inda­sviði Há­skóla Íslands.

Að vinn­ingstil­lög­unni standa Gunn­laug­ur Magnús­son, Har­ald­ur Örn Jóns­son, Hjalti Par­elius, Hjört­ur Hann­es­son og Kristján Garðars­son.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um til­lög­una seg­ir að hún sé heill­andi, fáguð og hnit­miðuð. „Til­lag­an leys­ir af­bragðsvel þær for­send­ur sem lagt var upp með og er hvort tveggja í senn snjöll og öguð. For­sögn er leyst á út­sjón­ar­sam­an hátt en helstu kost­ir til­lög­unn­ar eru ágæt tengsl við um­hverfið og góð inn­byrðis tengsl í bygg­ing­unni. Innri rými hverf­ast um opið miðrými sem teng­ir all­ar hæðir húss­ins og eru góð sjón­ræn tengsl á milli hæða.

Lóðréttu um­ferðarleiðirn­ar, sam­bland af stig­um og römp­um, eru spenn­andi og gefa fyr­ir­heit um kraft­mikla og líf­lega starf­semi. Hug­mynd um út­i­rými sunn­an við bygg­ing­una er snjöll og er lækk­un lands góð leið til að nýta neðstu hæð húss­ins og gæða rými þar dags­birtu.“

Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta fimm millj­ón­ir króna í verðlauna­fé. Önnur verðlaun komu í hlut T.ark – Teikni­stof­unn­ar Ark­ti­tekt­ar, sem hlaut þrjár millj­ón­ir í verðlauna­fé, og þriðju verðlaun hlaut Arki­teó fyr­ir sína hug­mynd að bygg­ingu und­ir stofn­un­ina. Hlaut stof­an tvær millj­ón­ir króna í viður­kenn­ing­ar­skyni.

Þá fengu þrjár til­lög­ur sér­staka viður­kenn­ingu dóm­nefnd­ar, til­laga PK arki­tekta ehf., til­laga VA arki­tekta og til­laga Ólaf­ar Guðnýj­ar Valdi­mars­dótt­ur og Björns Stef­áns Vals­son­ar.

Alls bár­ust 43 til­lög­ur í sam­keppn­ina frá níu lönd­um beggja vegna Atlantsála.

Bygg­ing­in und­ir Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um mun rísa á horni Brynj­ólfs­götu og Suður­götu. Verk­leg­ar fram­kvæmd­ir hefjast á næsta ári og er gert ráð fyr­ir að húsið verði tekið í notk­un á ár­inu 2014.

Fyrsti áfangi bygg­ing­ar­inn­ar verður 3.000 fer­metr­ar að stærð auk bíla­geymslu og teng­ing­ar við Há­skóla­torg. Í deili­skipu­lagi er heim­ild fyr­ir allt að 7.200 fer­metra bygg­ingu á bygg­ing­ar­reitn­um.

Í dóm­nefnd vegna hönn­un­ar­sam­keppn­inn­ar sátu: Inga Jóna Þórðardótt­ir, formaður, Auður Hauks­dótt­ir, dós­ent og for­stöðumaður Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, Ingj­ald­ur Hanni­bals­son pró­fess­or, Helgi Mar Hall­gríms­son arki­tekt og Hall­dór Gísla­son, pró­fess­or við Lista­há­skól­ann í Ósló.

Við verðlauna­af­hend­ing­una á Há­skóla­torgi í dag var opnuð sýn­ing á öll­um til­lög­um sem bár­ust í sam­keppn­ina og verður hún opin til 1. júní. Sýn­ing­in er á 1. hæð Há­skóla­torgs og er hún öll­um opin.

Tölvumynd af vinningstillögunni í hönnunarsamkeppni um hús fyrir Stofnun Vigdísar …
Tölvu­mynd af vinn­ingstil­lög­unni í hönn­un­ar­sam­keppni um hús fyr­ir Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert