Beðið á Bakkatjörn

Svandís með ungana tvo.
Svandís með ungana tvo. mbl.is/Ómar

Álftin Svandís hefur haldið til á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í fjölmörg ár og haft þar vetursetu ásamt afkomendum sínum. Nú eru komnir tveir ungar og nú bíða fuglaáhugamenn með öndina, eða öllu heldur álftina, í hálsinum hvort von sé á fleiri ungum.

Svandís hefur yfirleitt komið upp 4-5 ungum sem oftast hafa komið úr eggjum upp úr miðjum maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka