Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segist vonast til þess að samstarfið gangi upp og segist sátt við að niðurstaðan hafi orðið sú að hún starfaði áfram með flokknum í bæjarstjórn.
Hún segir að ljóst sé að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verði að vinna betur saman þegar viðkvæm og erfið mál koma upp, til að mynda tengd skólamálum.
Elfa Dögg staðfestir að það hafi gengið á ýmsu í samstarfinu undanfarin misseri og upp komið erfið mál en hún segist vonast til þess að það eigi eftir að breytast núna. Miklu skipti hvernig mál eru unnin og það sé hennar von að verklag verði bætt þannig að svona mál, eins og tengd skólaskrifstofunni nýverið, komi upp aftur. Að mál verði kláruð áður en þau eru send áfram til afgreiðslu.