Góður afli við Kolbeinsey

Línubáturinn Lágey.
Línubáturinn Lágey. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Línubáturinn Lágey kom til hafnar á Húsavík í dag með fullfermi eða um 15 tonn og var uppistaðan þorskur. Langt var róið eftir þessum afla eða á Kolbeinseyjarsvæðið.

Að sögn Sverris Þórs Jónssonar skipstjóra tók heimstímið um níu tíma en þetta er 75 sjómílna leið. Aflabrögð hafa ekki verið upp á marga fiska að undanförnu eða eins og Sverrir sagði „algjört núll“ og því róa menn lengra til í von um betri afla.

 GPG fiskverkun á Húsavík gerir Lágey út og annar línubátur fyrirtækisins, Háey II, var einnig út við Kolbeinsey og landaði um tíu tonnum í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert