Uppsagnir og hagræðing hjá Landsbankanum

mbl.is/Kristinn

Landsbankinn hefur ákveðið að hagræða í rekstri bankans með aðgerðum sem ná jafnt til höfuðstöðva og útibúa, landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Þær fela í sér sameiningu og lokun útibúa á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík og sameiningu deilda í höfuðstöðvum bankans.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að starfsmönnum bankans muni fækka um 50 við þessar aðgerðir. 29 starfsmönnum hafi verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs og verði tryggð full réttindi. Aðrir sem nú hætti höfðu áður sagt upp störfum.

„Bankinn áætlar að um 400 milljónir króna sparist á ári með þessum breytingum. Þrátt fyrir þessar aðgerðir mun Landsbankinn eftir sem áður reka víðfeðmasta útibúanet landsins með 38 afgreiðslur og útibú. Mikil áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini raskist sem minnst,“ segir í tilkynningunni.

Nánar á vef bankans.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert