Ákærður fyrir að stinga mann

Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina.
Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. mbl.is

Ákæra gegn Guðgeiri Guðmundssyni, sem sakaður er um að hafa 5. mars sl. stungið tvo starfsmenn lögmannsstofunnar Lagastoða, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Annar mannanna særðist lífshættulega og lá í marga daga á gjörgæsludeild.

Guðgeir hefur í yfirheyrslum hjá lögreglu játað á sig verknaðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn.

Guðgeir stakk Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra Lagastoða, nokkrum sinnum og hlaut hann sár á brjósti, hálsi og kviðarholi.

Guðni Bergsson, knattspyrnumaður og lögfræðingur, fékk einnig stungusár í lærið þegar hann kom félaga sínum til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert