42% vilja að Huang fái að leigja

Huang Nubo.
Huang Nubo.

Ríflega fjórir af hverjum tíu Íslendingum vilja leyfa kínverska athafnamanninum Huang Nubo að leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum en tæpur þriðjungur er því mótfallinn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Alls sögðust 42 prósent þeirra sem tóku afstöðu mjög eða frekar hlynnt því að leyfa Huang að leigja landið, en 30,7 prósent sögðust því mjög eða frekar andvíg. Um 27,3 prósent sögðust því hvorki hlynnt né andvíg.

Nærri helmingur þeirra karla sem afstöðu tóku vildi leyfa Huang að leigja Grímsstaði, um 48,1 prósent. Um 29,4 prósent vildu það ekki. Konur virðast síður vilja að af leigunni verði, 35,7 prósent sögðust því hlynnt en 32,2 prósent andvíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka