Helgi Sigurðsson: Sérstök saksókn

Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson

„Sérstakur saksóknari hefur nýlega kært tvo fyrrverandi starfsmenn embættisins fyrir trúnaðarbrot. Það er nýlunda að opinberir rannsóknar- eða eftirlitsaðilar amist við slíku,“ segir Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Helgi segir að trúnaðarupplýsingum frá rannsóknum brota í kjölfar efnahagshrunsins hafi margsinnis verið komið á framfæri við fjölmiðla án þess að merki væri um að saksóknari hefði brugðist við því, enda í samræmi við stefnu ráðgjafa embættisins, að mál skyldu rekin jafnt fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Í grein sinni segir Helgi m.a.: „Í fjölmiðlum hefur komið fram að sérstakur saksóknari hafi vitað af áformum lögreglumannanna tveggja um að stofna félag og hefja sjálfstæða rannsóknarvinnu. Þrátt fyrir það var ekki tekin ákvörðun um að takmarka aðgang þeirra að trúnaðarupplýsingum á þeim tíma,“ og í niðurlagi greinarinnar segir:

„Því mikla valdi sem saksóknurum er fengið fylgir mikil ábyrgð. Með það vald verður að fara varlega og tryggja að þeir sem sæta rannsókn njóti hlutlægrar málsmeðferðar og grundvallarmannréttinda.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert