ASÍ mótmælir aðgerðum LíÚ

Skipaflotinn verður bundinn við bryggju næstu daga. Smábátar verða þó …
Skipaflotinn verður bundinn við bryggju næstu daga. Smábátar verða þó á sjó. mbl.is/Árni Sæberg

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega boðuðum ólögmætum aðgerðum LÍÚ um að skipaflotinn verði í landi næstu daga. Aðgerðirnar fela í sér skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér, aðildarsamtökum sínum og einstaka félagsmönnum rétt til málshöfðunar til heimtu skaðabóta og sekta komi aðgerðirnar til framkvæmda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ASÍ.

Hlé það sem útgerðir innan Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa ákveðið að gera á veiðum hefur víðtæk áhrif úti um allt land. Fiskvinnslur þessara sömu fyrirtækja verða stöðvaðar og starfsemi við sjávarsíðuna drepst víða í dróma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert