Mannréttindanefnd SÞ lokar máli gegn stjórnvöldum

Mannréttindanefnd SÞ lagði þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að …
Mannréttindanefnd SÞ lagði þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að greiða málskotsaðilum fullnægjandi bætur og endurskoða fiskveiðistjórnarkerfið. mbl.is/RAX

Mann­rétt­inda­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur ákveðið að loka máli tveggja sjó­manna gegn ís­lensk­um stjórn­völd­um þar sem stjórn­völd hafi brugðist við til­mæl­um nefnd­ar­inn­ar með ásætt­an­leg­um hætti að hluta til. Málið snýst um það hvort stjórn­völd hafi gerst brot­leg við Alþjóðasamn­ing um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi.

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðaráðuneyt­inu seg­ir að stjórn­völd­um hafi borist orðsend­ing frá Mann­rétt­inda­full­trúa SÞ um málið í gær.

Fram kem­ur að hinn 15. sept­em­ber 2003 hafi þeir Erl­ing­ur Sveinn Har­alds­son og Örn Snæv­ar Sveins­son farið þess á leit við Mann­rétt­inda­nefnd SÞ að hún kannaði á grund­velli viðbót­ar­bók­un­ar við Alþjóðasamn­ing um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi hvort ís­lensk stjórn­völd hefðu gerst brot­leg við 26. gr. samn­ings­ins.

Grein­in kveður á um að all­ir skulu jafn­ir fyr­ir lög­um og eigi rétt á sömu laga­vernd án nokk­urr­ar mis­mun­un­ar. Kváðust þeir vera laga­lega skyld­ir til að greiða fé til for­rétt­inda­hóps sam­borg­ara sinna til að geta stundað þá at­vinnu sem þeir kysu, þ.e. fengju ekki út­hlutuðum kvóta til fisk­veiða held­ur þyrftu að leigja eða kaupa hann á markaði. Í sam­ræmi við meg­in­regl­ur at­vinnu­frels­is og jafn­rétt­is vildu þeir fá tæki­færi til að stunda þá at­vinnu að eig­in vali án þess að þurfa að yf­ir­stíga höml­ur sem fæl­ust í for­rétt­ind­um fyr­ir aðra.

„Nefnd­in fjallaði um málið í októ­ber 2007 og taldi meiri­hluti henn­ar megin­álita­efnið vera hvort kær­end­ur skyldu lög­um sam­kvæmt skyldaðir til að greiða sam­borg­ur­um sín­um fé til að afla sér fisk­veiðiheim­ilda sem væru nauðsyn­leg­ar til að eiga kost á að veiða í at­vinnu­skyni kvóta­sett­ar fisk­teg­und­ir í eigu ís­lensku þjóðar­inn­ar. Lagði nefnd­in þá skyldu á herðar ís­lenska rík­inu að greiða mál­skotsaðilum full­nægj­andi bæt­ur og end­ur­skoða fisk­veiðistjórn­ar­kerfið.

Hinn 6. júní 2008 gerðu ís­lensk stjórn­völd grein fyr­ir af­stöðu sinni til máls­ins. Í bréfi þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Ein­ars K. Guðfinns­son­ar til nefnd­ar­inn­ar kom m.a. fram að ís­lensk stjórn­völd teldu sig ekki vera í stöðu til að greiða bæt­ur til mann­anna né held­ur að breyta fisk­veiðistjórn­un­ar­k­ef­inu um­svifa­laust, en boðað var að til­mæli nefnd­ar­inn­ar yrðu höfð til hliðsjón­ar við heild­stæða end­ur­skoðun fisk­veiðikerf­is­ins. Í fe­brú­ar 2009 áréttaði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ákveðið hefði verið að styrkja mann­rétt­indaþátt stjórn­ar­skrár­inn­ar og festa í sessi að auðlind­ir sjáv­ar séu sam­eign þjóðar­inn­ar en tók að öðru leyti und­ir fyrri af­stöðu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert