Þingið samþykki tillögu um líffæragjöf

Forseti Alþingis tók við ályktun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Forseti Alþingis tók við ályktun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Morgunblaðið/Júlíus

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn afhentu forseta Alþingis í dag undirskriftalista þar sem þeir hvöttu alþingismenn til að styðja tillögu sem er í þinginu um ætlað samþykki við líffæragjafir.

Tillagan gerir ráð fyrir ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað „ætlaðrar neitunar“.  Þannig verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn koma iðulega fyrstir á slysstað og þekkja mikilvægi þess að taka ákvarðanir hratt og örugglega þegar mannslíf eru í húfi. Umrædd tillaga gæti flýtt fyrir ákvörðunum þegar bjarga þarf mannslífum, fjölgað líffæragjöfum verulega og  stytt langa bið eftir líffærum. Við teljum þetta vera mjög brýnt hagsmunamál fyrir alla landsmenn því með þessu samþykki væri hægt að nýta líffæri úr mun fleiri einstaklingum og bjarga þannig fleiri mannslífum,“ segir í yfirlýsingu sem forseti Alþingis tók við í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert