59 áttu ekki fyrir auðlegðarskatti

Árið 2010 dugðu tekj­ur 59 fjöl­skyldna ekki fyr­ir skött­um. Þetta er hluti þess hóps sem greiðir auðlegðarskatt. Tekj­ur þessa fjöl­skyldna voru sam­tals 430 millj­ón­ir en þær greiddu 829 millj­ón­ir í skatt.

Þetta kem­ur fram í grein Páls Kol­beins í Tí­und, frétta­blaði Rík­is­skatt­stjóra.

Árið 2010 greiddu þeir sem þurfa að borga auðlegðarskatt 1,5% skatt sem lagður er á hrein­ar tekj­ur ein­hleyp­ings sem á meira en 90 millj­ón­ir. Skatt­ur­inn hef­ur síðan verið hækkaður og tekju­mörk­in lækkuð. Hann er nú 1,50% og leggst á eign ein­hleyp­ings yfir 75 millj­ón­um.

Í grein Páls seg­ir að þess­ar 59 fjöl­skyld­ur hafi á ár­inu 2010 greitt 399 millj­ón­um meira í skatt en þær höfðu í árs­tekj­ur. Fjöl­skyld­urn­ar hafi þurft að selja eign­ir til að geta greitt skatt­inn. Í grein­inni seg­ir að eign­ir þess­ara 59 fjöl­skyldna hafi verið 30,5 millj­arðar. Á móti þess­um eign­um standi skuld­ir upp á 829 millj­ón­ir.

Auðug­asta 1% á 503 millj­arða

Í grein­inni seg­ir að auðug­asta 1% fjöl­skyldna í land­inu hafi átt um 503 millj­arða í árs­lok 2010. Eign­ir þessa hóps hafi minnkað um 22,7% frá 2007 til 2010 eða um 147 millj­arða. All­ar eign­ir heim­il­anna minnkuðu hins veg­ar um 21,4% frá ár­inu 2007.

Páll seg­ir að eign­ir efnuðustu fjöl­skyldna lands­ins hafi auk­ist mun meira en annarra á ár­un­um 2001-2007. Árið 2001 áttu auðug­ustu fjöl­skyld­ur lands­ins (1% fjöl­skyldna) 10,7% allra eigna. Árið 2007 var þetta hlut­fall 14,8%, en í árs­lok 2010 var það 14,5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert