„Þetta verður að stöðva“

Hörð átök geisa í Sýrlandi.
Hörð átök geisa í Sýrlandi. AFP

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvet­ur Alþingi til að beita sér vegna ástands­ins í Sýr­landi. Í umræðum um störf þings­ins ræddi hún sér­stak­lega þær frétt­ir sem hafa borist um of­beld­is­verk gagn­vart börn­um og að verið sé að nota þau sem mann­lega skildi í átök­un­um. „Þetta verður að stöðva.“

„Ný­lega hafa þær öm­ur­legu, ógeðfelldu og ógeðslegu frétt­ir borist frá Sýr­landi, að verið sé að murka lífið úr og nota börn sem mann­lega skildi í þeim átök­um sem eiga sér stað í því sam­fé­lagi.“

Ragn­heiður seg­ir enn­frem­ur að að alþjóðasam­fé­lagið hafi ekki setið aðgerðarlaust en það hafi aft­ur á móti ekki kom­ist að sam­komu­lagi um það hvernig eigi að bregðast við stöðunni í Sýr­landi.

„Ég vil hvetja okk­ur hér, og þá tala til alþjóðasam­fé­lags­ins sem heild­ar, að þessu beri að linna. Þetta verður að stöðva,“ sagði hún og bætti við að þing­menn eigi ekki að sitja aðgerðarlaus­ir.

Þá seg­ir hún að því beri að fagna að Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra hafi for­dæmt of­beld­is­verk­in á alþjóðavett­vangi.

„En nú von­ast ég til þess að við get­um með ein­hverj­um ráðum notað þær stofn­an­ir, hvort sem það eru Sam­einuðu þjóðirn­ar, Atlants­hafs­banda­lagið eða önn­ur tæki sem við höf­um á alþjóðavett­vangi til þess að ráða bug á þessu ástandi, vegna þess að þetta get­ur ekki gengið svona áfram,“ sagði Ragn­heiður.

Fleiri þing­menn kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag til að taka und­ir orð Ragn­heiðar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert