Fangelsi fyrir brot gegn 14 ára stúlku

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Hæstiréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsi yfir karlmanni fæddum 1992 sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot. Maðurinn fór með stúlku fædda 1995 gegn hennar vilja á afvikinn stað í húsasund á bak við grunnskóla, lét hana leggjast á hnén og þvingaði til að hafa við sig samræði og munnmök. Þá er honum gert að greiða 1,2 milljónir króna.

Einn hæstaréttardómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, vildi skilorðsbinda refsingu yfir manninum, Axel Nicolai Michelsen, þar sem gögn málsins væru ekki óyggjandi um sekt hans um nauðgun. Hann var hins vegar sammála meirihlutanum um að hann hefði brotið gegn öðru lagaákvæði, þ.e. fyrir að hafa haft samræði við barn undir fimmtán ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert