Guðni Ágústsson: Mörðurinn dauði

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson Kristinn Ingvarsson

„Mörðurinn litli sem smyglað var með Norrænu varð að deyja. Að flytja hann til landsins var lögbrot og gat verið stórhættulegt, hann hefði þurft í einangrun en samt hefur af mörgum ástæðum verið algjört bann á að flytja merði til landsins.“ Guðni Ágústsson, fv. landbúnaðarráðherra, fjallar um innflutning lifandi dýra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann ítrekar mikilvægi þess að hvika hvergi frá reglum um innflutning lifandi dýra og bendir á að slíkur innflutningur geti verið dauðans alvara fyrir dýrastofna landsins.

„Það er ekki síst dýravernd sem fólk þarf að hafa í huga sem veldur þessum ströngu reglum okkar,“ segir Guðni . „Og allir þeir sem eiga dýr elska þau og vilja ekki sjá þau þjást og kveljast eða að dreppest verði þeim að aldurtila.“

Guðni segir að hætturnar leynist víða, smit gæti til dæmis leynst í fatnaði hestamanna og veiðitólum sem laxveiðimenn taka með sér til landsins.

„Ég skora á stjórnvöld í framhaldi af marðarmálinu að fara yfir það með ESB að slíkt sé lögbrot.“

Grein Guðna er á blaðsíðu 19 í Morgunblaðinu í dag, en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert