„Ég hrækti á skikkjuna hennar“

Til handalögmála kom í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar Börkur …
Til handalögmála kom í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar Börkur Birgisson kom í dómshúsið mbl.is

Aðalmeðferð í máli gegn Berki Birgissyni hófst á ný í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Börkur er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og ærumeiðingar gagnvart opinberum starfsmanni en hann mun hafa kallað dómara í Héraðsdómi Reykjaness öllum illum nöfnum og hrækt á hann.

Í skýrslutökum yfir ákærða var hann spurður af saksóknara hvort hann kannist við að hafa þann 27. apríl sl. kallað dómara í Héraðsdómi Reykjaness „tussu“.

„Kannast ég við hvað,“ sagði Börkur og var því spurður á nýjan leik. Þá svaraði hann skýrt neitandi. Saksóknari benti á að til væri hljóðupptaka af atburðinum þar sem skýrt heyrist að maður hreytir þessum orðum í dómarann.

Sagðist Börkur viðurkenna að hafa sagt blótsyrðið en neitaði alfarið að hafa beint því að dómaranum „heldur öðrum“ sem hann taldi verðskulda það. Ekki vildi Börkur þó gefa upp hver það var sem hann taldi eiga þessa móðgun skilið.

Var hann þá spurður að því hvort hann kannist við að hafa hrækt á dómarann. „Nei, ég hrækti á skikkjuna hennar því ég var að lýsa yfir vanþóknun minni á ákvörðun hennar,“ sagði Börkur. En Berki var gert að afplána eftirstöðvar refsingar vegna fyrri brota.

Einnig var Börkur spurður að því hvort hann kannist við að hafa verið með ógnandi framkomu í garð dómara. Þvertók hann fyrir það.

Sérsveit ríkislögreglustjóra í héraðsdómi

Aðalmeðferð fer nú fram í máli Barkar en fyrr í morgun átti sér stað óvænt uppákoma þegar lögreglumenn neyddust til að yfirbuga ungan mann á sama tíma og verið var að leiða Börk inn í dómsal.

Í kjölfar atviksins var viðbúnaður lögreglu í héraðsdómi aukinn. Frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru minnst fjórir lögreglumenn inni í dómhúsinu auk sérsveitarmanna frá embætti ríkislögreglustjóra.

Ungur maður í annarlegu ástandi reyni að nálgast Börk Birgisson …
Ungur maður í annarlegu ástandi reyni að nálgast Börk Birgisson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun mbl.is
Komið með Börk Birgisson í réttarsalinn í morgun
Komið með Börk Birgisson í réttarsalinn í morgun mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert