Brautskráning frá HÍ fer fram í dag

HÍ útskrifar metfjölda í dag.
HÍ útskrifar metfjölda í dag. mbl.is

Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll í dag. Brautskráningin fer fram í tvennu lagi. Klukkan 10.30 hófst brautskráning kandídata sem eru að ljúka framhaldsnámi að loknu grunnnámi, og kl. 14 fer fram brautskráning kandídata sem eru að ljúka grunnnámi.

Metfjöldi kandídata verður brautskráður frá skólanum að þessu sinni eða hartnær 1.900 kandídatar. 1.899 prófskírteini verða afhent, 1.242 í grunnnámi og 657 í framhaldsnámi.

Til samanburðar voru 1.816 prófskírteini afhent á vorbrautskráningu háskólans í fyrra. Helst fjölgun kandídata í hendur við aukna aðsókn í Háskóla Íslands.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert