Agnes fær lyklana frá Karli í dag

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi. mbl.is/Eggert

Prestastefnu lýkur síðar í dag með athöfn í Dómkirkjunni. Þar afhendir Karl Sigurbjörnsson, fráfarandi biskup Íslands, nývígðum biskupi, Agnesi Sigurðardóttur, lykla embættisins. Agnes, sem er fyrsta konan til að gegna embættinu, var vígð í embætti á sunnudag.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is mun Agnes formlega hefja störf á biskupsstofu 2. júlí næstkomandi.

Agnes er 57. biskupinn yfir Íslandi talið frá Ísleifi Gissurarsyni sem vígður var árið 1056 til biskups í Skálholti. Eins og fram hefur komið á mbl.is fóru íslenskir biskupar lengst af úr landi til þess að hljóta vígslu allt þar til Þórhallur Bjarnason var vígður í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1908. Síðan voru biskupar Íslands vígðir þar eða þar til Karl Sigurbjörnsson var vígður í Hallgrímskirkju árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert