„Þá mun ég ekki kjósa“

Freyja Haraldsdóttir segir að hún muni ekki kjósa í forsetakosningunum verði henni meinað að fara með aðstoðarkonu sína inn í kjörklefann. Hún segir yfirlýsingu Innanríkisráðuneytisins ekki vera ásættanlega, kosningar til stjórnlagaþings hafi ekki verið ógildar vegna undanþágu um að aðstoðarfólk fatlaðra og sjónskertra fengi að fylgja því inn í kjörklefann.

Freyja segist vita um aðra sem munu ekki kjósa á laugardaginn: „Það er náttúrulega bar ákvörðun sem hver og ein fötluð manneskja sem þarf aðstoð þarf að taka fyrir sig. En ég hvet það fatlaða fólk sem ekki vill nota aðstoðina frá kjörstjórn og vill hafa sinn eigin aðstoðarmann til að mótmæla með þeim hætti að greiða ekki atkvæði það virðist bara vera það eina sem dugar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert