Öryrkjabandalag Íslands hyggst standa fyrir kæru til Hæstaréttar vegna framkvæmd forsetakosninganna. Kæran byggist á því að fatlaðir einstaklingar hafi ekki fengið að velja sér eigin aðstoðarmenn þegar þeir greiddu atkvæði síðasta laugardag. Þess í stað voru það fulltrúar kjörstjórnar sem aðstoðuðu þá eins og kosningalög gera ráð fyrir. Öryrkjabandalagið telur þær reglur stangast á við mannréttindi.
Kæran verður í nafni nokkurra einstaklinga sem telja að á sér hafi verið brotið. Kæran hefur enn ekki verið lögð fram en frestur til þess rennur út 22. júlí næstkomandi.