Sporin greinileg í sandinum

Sporin eru 20-25 sm í þvermál og mynda djúpar skálar …
Sporin eru 20-25 sm í þvermál og mynda djúpar skálar í sandfjörunni. Lögreglan á Blönduósi

Spor sem talin eru vera eftir hvítabjörn mynduðu greinilega slóð í sandfjöru við bæinn Geitafell á Vatnsnesi, að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi.

Hann sagði að hringlaga skálin sem sporin myndi sé djúp og um 20-25 sentimetrar í þvermál. Slóðin lá út í sjó en sandfjaran er ekki löng og örstutt frá bænum. 

Leit að hvítabirni við Húnaflóa hafði ekki borið árangur nú laust fyrir klukkan 14.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert