Enn verið að púsla atburðarásinni saman

Leifsstöð.
Leifsstöð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fátt nýtt er að frétta af rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á máli tveggja hælisleitenda sem laumuðust inn í flugvél frá Icelandair. Að sögn Vilhjálms Reyrs Þórhallssonar, saksóknarfulltrúa, er enn verið að bera saman yfirheyrsluskýrslur við önnur gögn málsins og reyna að púsla atburðarásinni saman.

Vilhjálmur segir enga sérstaka ástæðu til að rengja framburð mannanna heldur sé um hefðbundin vinnubrögð lögreglu að ræða í sakamálarannsóknum. Fyrst sé tekin skýrsla af mönnum og svo reynt að sannreyna hvort hún sé sannleikanum samkvæm. Þegar svo rannsókn er lokið er málið sent til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um ákæru í málinu.

Samkvæmt heimildum mbl.is munu fulltrúar Isavia og fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum funda um málið síðar í dag. Hugsanlegt er að nýjar upplýsingar líti dagsins ljós í kjölfar þess fundar.

Hælisleitendunum sleppt

Lokuðu sig inni á salerni flugvélar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert