Reyndu að stela frá öldruðum

Droplaugarstaðir
Droplaugarstaðir

Tveir menn gerðu tilraun til að stela frá vistfólki hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða í gær. Árvökulum starfsmanni þótti ferðir þeirra grunsamlegar þar sem þeir snigluðust um ganga hússins, spurði þá um erindi og sögðust þeir þá vera að heimsækja aldraða ömmu sína.

Þeir nafngreindu ömmuna, en starfsmaðurinn benti þeim á að engin kona með því nafni væri búsett á Droplaugarstöðum. Þá hlupu þeir á brott.

Samkvæmt upplýsingum frá Droplaugarstöðum hafði lögregla hendur í hári annars mannanna í gærkvöldi. Á Droplaugarstöðum sé þess gætt að hurðir séu ávallt læstar og einnig eru öryggismyndavélar í húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert