Fjórar lögreglukonur á vakt á Selfossi

Á vaktinni (f.v.) Olivera Ilic, Elín Jóhannsdóttir, Harpa Lind Guðmundsdóttir …
Á vaktinni (f.v.) Olivera Ilic, Elín Jóhannsdóttir, Harpa Lind Guðmundsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Ljósmynd/DFS

Af þeim fimm lögreglumönnum sem eru á vakt hjá lögreglunni á Selfossi í dag eru fjórar konur en eini karlmaðurinn á vaktinni er Heiðar Bragi Hannesson varðstjóri. Konurnar á vaktinni í dag eru Olivera Ilic, Elín Jóhannsdóttir, Harpa Lind Guðmundsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir.

Þetta hefur ekki gerst áður í sögu lögreglunnar í Árnessýslu að svo margar konur séu saman á vakt innan lögreglunnar, segir í frétt DFS. Vaktin heitir A-vakt. Lögreglukonurnar munu sinna hefðbundnu umferðareftirliti í sýslunni í dag, auk þess að sinna öðrum verkefnum sem koma upp á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert