Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra sagðist ekki ætla að vinna að stofnun eins lífeyrissjóðs í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í dag, heldur að unnið væri að því að í landinu yrði eitt lífeyrissjóðakerfi. Í fyrstu var rangt eftir henni haft í frétt um málið á vef Útvarps Sögu, en fréttin hefur nú verið leiðrétt.
Gunnar Tryggvason, aðstoðarmaður ráðherra, sagði aðspurður að með þessu yrði réttur opinberra starfsmanna jafnaður út við rétt annarra iðgjaldenda í lífeyrissjóði og að markmiðið væri að á eftir ríkti jöfnuður hvað varðar lífeyrisréttindi. Aldrei hefði staðið til að sameina alla lífeyrissjóði í landinu.