Evran verði tekin upp sem fyrst

Ríkisstjórnin stefnir að því að „taka upp evruna eins skjótt …
Ríkisstjórnin stefnir að því að „taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa“.

Fram kemur í samningsafstöðu Íslands í efnahags- og peningamálum í viðræðunum um aðild landsins að Evrópusambandinu að stefnt sé að því að „taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa“ eftir að inn í sambandið er komið.

Ekki er farið fram á neinar undanþágur í málaflokknum aðrar en þá að fá svigrúm eftir að inn í Evrópusambandið er komið til þess að uppfylla efnahagslega skilyrði fyrir aðild að evrusvæðinu, en eins og fram kemur í samningsafstöðunni uppfyllir Ísland ekki þessi skilyrði í dag.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að þetta þýði að Ísland yrði í sömu stöðu og þau ríki innan Evrópusambandsins sem gengið hafa í sambandið á undanförnum árum og eru skuldbundin til þess að taka upp evruna strax og efnahagslegar aðstæður þeirra leyfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert