Melrakkasetur Íslands í Súðavík stefnir að því að gera melrakkann að þjóðardýri Íslendinga en setrið segir í ársskýrslu sinni að tófan sé orðin einkennisdýr Vestfjarða og að melrakkinn sé frumbyggi landsins.
Í ársskýrslu Melrakkasetursins kemur einnig fram að refurinn sé táknmynd fyrir allt það náttúrulega og íslenska; hann ástundar heilbrigða lifnaðarhætti og sýnir hófsemi þegar nóg er af öllu en bjargar sér með hyggindum og hófsemi þegar kuldi og hungur sverfir að. Við getum lært margt af þessu litla dýri og það er okkar hlutverk að leyfa þjóðinni að kynnast því betur
Frá þessu var sagt á fréttavefnum Bæjarins besta.