Tímabært að afnema afslátt

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Odd­ný Harðardótt­ir fjár­málaráðherra seg­ir að tími sé til kom­inn að af­nema þann af­slátt af virðis­auka­skatti sem hót­el- og gistiþjón­usta hef­ur notið und­an­far­in ár. Ferðaþjón­ust­an hafi tekið mikið stökk og hún eigi að geta vaxið á al­menn­um for­send­um, án af­slátt­ar.

„Ég held að við þurf­um að horfa á málið í heild sinni. Núna er ferðaþjón­ust­an búin að taka mikið stökk, hún er um 7% af vergri lands­fram­leiðslu. Þetta er ein af stoðunum í sam­fé­lag­inu og þess vegna er skyn­sam­legt að grein­in vaxi á raun­sæj­um grunni, á al­menn­um for­send­um en ekki á grund­velli af­slátt­ar,“ seg­ir Odd­ný.

Odd­ný fundaði í dag með Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar, þar sem kynnt­ar voru hug­mynd­ir stjórn­valda um hækk­un á virðis­auka­skatti á gist­ingu. Núna er virðis­auka­skatt­ur á gist­ingu 7%, en fjár­málaráðuneytið legg­ur til að hann hækki upp í 25,5%.

Á að vera í al­mennu skattþrepi

„Hót­el- og gistiþjón­usta flutt­ist úr 14% þrep­inu niður í 7% í mars árið 2007. Þegar til framtíðar er litið, þá held ég að það sé rétt að þessi þjón­usta sé í al­menna skattþrep­inu en sé ekki umb­unað um­fram aðrar stór­ar at­vinnu­grein­ar. Það að ein af okk­ar meg­in­stoðum í sam­fé­lag­inu sé á rík­is­styrk er kannski ekki al­veg heppi­legt til framtíðar litið,“ seg­ir Odd­ný. 

Nú er það vera býsna al­gengt fyr­ir­komu­lag í Evr­ópu og það gefst vel, að sögn ferðaþjón­ust­unn­ar, greidd­ur sé lægri virðis­auka­skatt­ur af gist­ingu en ýmsu öðru. Væri ekki hægt að líta til þess við þessa ákvörðun? 

„Við erum búin að skoða þetta allt sam­an. Það er ekki hægt að horfa ein­angrað á virðis­auka­skatt­inn, það þarf líka að horfa á tekju­skatt­inn, sem er mjög lág­ur hér á landi. Hót­el- og gistiþjón­usta býr við mjög gott um­hverfi hérna, með 7% virðis­auka­skatt og 20% tekju­skatt. Ef við horf­um til ná­granna­land­anna, þá er tekju­skatt­ur­inn mun hærri. En það er rétt að það eru mörg lönd með hót­el- og gistiþjón­ustu í lægra skattþrepi. Ferðaþjón­ust­an er um 3% af vergri lands­fram­leiðslu víða í ná­granna­lönd­un­um, en við erum kom­in upp í 7%,“ seg­ir Odd­ný.

Hef­ur áhyggj­ur af svartri at­vinnu­starf­semi í ferðaþjón­ustu

Odd­ný seg­ir að und­anþágur frá virðis­auka­skatti hafi verið skoðaðar og af­numd­ar á und­an­förn­um árum, en ekki hafi þótt stætt á að breyta fyr­ir­komu­lag­inu í ferðaþjón­ust­unni fyrr en nú.

„Við erum auðvitað fyrst og fremst að ná tekj­um í rík­is­sjóð. Þegar við fór­um í all­ar stóru aðgerðirn­ar 2009, þá fór­um við að horfa á all­ar þær und­anþágur sem við erum að gefa, hvort þær væru nauðsyn­leg­ar. Þá vild­um við ekki taka þess­ar íviln­an­ir af hót­el- og gistiþjón­ustu, þá var um­hverfið ótryggt. En núna er mik­ill vöxt­ur og sjálfsagt að horfa í þessa átt.“

Hef­urðu eng­ar áhyggj­ur af því að þessi breyt­ing ýti und­ir svarta at­vinnu­starf­semi í grein­inni? „Jú, en ég hef reynd­ar áhyggj­ur af svartri at­vinnu­starf­semi í grein­inni nú þegar, sem er um­tals­verð. Við rædd­um þetta á fund­in­um og ég mun setja á stofn starfs­hóp og óska eft­ir að hags­munaaðilarn­ir taki þátt í því,“ seg­ir Odd­ný.

End­ur­skoða þarf lög um ferðaþjón­ustu

Hún seg­ir að end­ur­skoða þurfi lög um ferðaþjón­ustu. „Við þurf­um líka að fara yfir lagaum­hverfi grein­ar­inn­ar. Þar stang­ast ýmis atriði á sem þarf að sam­ræma. Síðan þarf að finna út úr því hvernig hægt sé að auðvelda eft­ir­lit með grein­inni. En þetta þyrft­um við að gera, þó við vær­um ekki að hækka virðis­auka­skatt­inn.“

Frétt mbl.is: Þetta eru okk­ur mik­il von­brigði

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert