„Samkeppnin líður fyrir þessa ósiði“

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, alþingismaður. mbl.is

„Loks­ins, loks­ins. Ég er búin að gagn­rýna vild­arpunkta flug­fé­laga í minnst 11 ár. Nú loks­ins dúkk­ar þetta upp,“ seg­ir Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í kvöld.

Til­efnið eru frétt­ir þess efn­is að kær­u­nefnd útboðsmá­la hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að Rík­is­kaup hafi brotið gegn lög­um um op­in­ber inn­kaup með því að velja til­boð Icelanda­ir í útboði um flug­sæti til og frá Íslandi en þar er meðal ann­ars fundið að því að punkta­söfn­un rík­is­starfs­manna með miðakaup­um hjá Icelanda­ir skekkti mjög sam­keppn­is­stöðuna á markaðinum.

„Hvers vegna vilja samn­inga­menn rík­is­ins ekki að ríkið fái vild­arpunkt­ana? Af því þeir sjálf­ir og sam­starfs­menn þeirra fá vild­arpunkta líka! Ríkið borg­ar og rík­is­starfs­menn (Sum­ir - þeir sem ferðast!) fá,“ seg­ir Pét­ur og spyr síðan áfram: „Hver tap­ar? Skatt­greiðend­ur og sam­keppn­in líður fyr­ir þessa ósiði, þetta siðleysi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert