Lögreglan lýsir eftir Ölmu Maureen Vinson. Alma er fædd 1998, 162 cm að hæð með blá augu og skollitað hár (dökkt í rót). Alma er með húðflúr á innanverðum úlnlið, tattú aftan á hálsi og lokk í tungu. Þegar síðast var vitað var hún klædd í svarta úlpu, gallabuxur, bláa adidas-peysu og í svörtum adidas-skóm.
Alma strauk frá Hvammstanga mánudaginn 13.8. sl. Vitað er um ferðir hennar á höfuðborgarsvæðinu eftir þann tíma. Þeir sem vita hvar Alma er niðurkomin eða vita eitthvað um ferðir hennar frá 13.8. sl. eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 455 2666.