Jeppi valt og hundur týndist

Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning klukkan hálf sjö í gær um að jeppi hefði oltið á Holtavörðuheiðinni. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl með þeim afleiðingum að hún fór yfir á öfugan vegarhelming og valt í kjölfarið.

Tvær ungar konur voru í bifreiðinni og voru þær fluttar á sjúkrahús á Akranesi en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Þá var hundur í bifreiðinni, svartur Labrador, sem hljóp til fjalla eftir slysið og hefur ekki komið í leitirnar.

Eru vegfarendur og aðrir sem leið eiga um Holtavörðuheiðina beðnir um að hafa augun hjá sér og hafa samband við lögregluna í Borgarnesi í síma 433-7612 ef þeir koma auga á hundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert