Gunnar Andersen ákærður

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur verið ákærður.
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur verið ákærður. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur gefið út ákæru á hend­ur Gunn­ari And­er­sen, fyrr­ver­andi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og starfs­manni Lands­bank­ans fyr­ir brot á þagn­ar­skyldu. Til­efnið er öfl­un fjár­hags­legra upp­lýs­inga um Guðlaug Þór Þórðar­son. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Gunn­ar og starfsmaður Lands­bank­ans eru ákærðir fyr­ir brot á þagn­ar­skyldu með því að brjóta banka­leynd, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins. Gunn­ar hef­ur auk þess verið ákærður fyr­ir brot í op­in­beru starfi. Ákær­an var gef­in út um miðjan júlí síðastliðinn. Fram kem­ur í Frétta­blaðinu að brot á þagn­ar­skyldu geti varðað allt að þriggja ára fang­elsi.

Gunn­ari var sagt upp störf­um hinn 1. mars og gert að hætta strax. Sama dag kærði stjórn FME hann til lög­reglu fyr­ir brot í starfi. Hann er tal­inn hafa nýtt sér aðstöðu sína til að ná í upp­lýs­ing­ar um fjár­mál Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar alþing­is­manns í gegn­um starfs­mann Lands­bank­ans. Þeim gögn­um var síðan komið til DV sem birti frétt byggða á gögn­un­um.

Gögn­un­um lekið til DV

Starfsmaður Lands­bank­ans sem aflaði gagn­anna var send­ur í ótíma­bundið leyfi meðan á rann­sókn máls­ins stóð. Auk þeirra tveggja höfðu Ársæll Val­fells, lektor við Há­skóla Íslands, og Ingi Freyr Vil­hjálms­son, frétta­stjóri DV, rétt­ar­stöðu sak­born­inga í mál­inu. Mál þeirra tveggja síðast­nefndu var hins veg­ar látið niður falla og var þeim til­kynnt það seinnipart júlí­mánaðar.

Ársæll seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem send var út 12. mars að starfsmaður Lands­bank­ans hafi bankað á dyr heima hjá hon­um með gögn sem áttu að fara til Gunn­ars And­er­sens, fyrr­ver­andi for­stjóra FME. Hann hafi haft sam­band við Gunn­ar sem bað hann að koma gögn­un­um til frétta­stofu DV. Hann hafi komið gögn­um um Guðlaug Þór frá FME til DV. 

Hinn 29. fe­brú­ar birt­ist síðan frétt í DV um að eign­ar­halds­fé­lag í eigu Guðlaugs Þórs hefði fengið greidd­ar tæp­ar 33 millj­ón­ir króna frá Lands­banka Íslands í júní 2003 vegna sölu hans á umboði fyr­ir trygg­inga­miðlun sviss­neska trygg­inga­fé­lags­ins Swiss Life, sem hann seldi til Lands­bank­ans á þess­um tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert