Rífandi stemning var í Hörpu í hádeginu þar sem fólk mætti til að dansa eins og enginn væri morgundagurinn en uppákoman var hluti af Reykjavík Dance Festival.
Árið 2010 komu 14 manns saman í Stokkhólmi til að dansa í hádeginu sér til hressingar. Síðan þá hefur uppátækið sem kallast Lunch Beat farið eins og eldur í sinu og nú er dansað í hádeginu undir merkjum Lunch Beat á 25 stöðum víðsvegar um heim.