Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið YouTube í sínar hendur, en frá því í júní á þessu ári hefur lögreglan nýtt þann vettvang til að koma á framfæri fræðslumyndböndum um eitt og annað.
Á vefsíðunni ConnectedCOPS.net má finna pistil eftir Þóri Ingvarsson lögreglumann, þar sem því er lýst hvernig lögreglan hefur tekið í sínar hendur samskiptavefinn Facebook og nú nýlega YouTube í samstarfi við Umferðarstofu.
Á YouTube síðu lögreglunnar má meðal annars finna myndböndin Á leið í skólann, Hjól út fyrir vegbrún, Eftirvagnar og Forgangsakstur.
Síðuna má finna hér með alls 11 myndböndum. Í pistli Þóris kemur fram að ný myndbönd muni líta dagsins ljós reglulega í allan vetur.