Þúsund bókabúðir vildu Auði Övu

Auður Ava Ólafsdóttir
Auður Ava Ólafsdóttir

Bók Auðar Övu Ólafsdóttur Rigning í nóvember kom út í Frakklandi í gær og hefur þegar fengið mjög góða dóma meðal gagnrýnenda. Auður verður í Frakklandi að árita bókina í lok ágúst og óskuðu eitt þúsund bókaverslanir eftir því að hún myndi árita bókina hjá þeim.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Bjartur, bókaútgáfa Auðar Övu á Íslandi og Zuma, sem gefur út bækur hennar í Frakklandi. Zuma hefur hins vegar valið þrjár verslanir sem Auður Ava mun árita bókina, samkvæmt tilkynningu.

Í tímariti sem fylgir dagblaðinu Figaro segir gagnrýnandi um Auði Övu og bók hennar L'Embellie, eða Rigning í nóvember að bókmenntaheimurinn spái hinni mögnuðu skáldkonu framtíð meðal stjarnanna.

Frönsk þýðing skáldsögunnar var nýverið tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna Prix du Roman Fnac, sem franska bókabúðakeðjan Fnac veitir árlega. Þýðandi bókarinnar erCatherine Eyjólfsson.

Ný skáldsaga eftir Auði Övu er væntanleg hjá Bjarti í haust.


L'Embellie, eða Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur
L'Embellie, eða Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert