Vilja banna dekk á hafnarlóð

Barist við elda á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í fyrra.
Barist við elda á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í fyrra. mbl.is/Júlíus

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum á föstudag að beina þeim tilmælum til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að endurvinnslufyrirtækinu Hringrás verði bannað að hafa dekkjalager á starfssvæði sínu í Klettagörðum.

Í fundargerð kemur fram að þessi tilmæli séu sett fram í samræmi við efni áhættumats sem slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu lét vinna á starfsemi Hringrásar eftir bruna sem kom upp í dekkjastæðum í júlí árið 2011.

Í matinu kemur meðal annars fram að takmarkanir á því magni af dekkjum sem Hringrás er leyfilegt að hafa samkvæmt bráðabrigðastarfsleyfi nægi ekki til þess að koma í veg fyrir möguleikann á almannavarnaástandi eins og því sem skapaðist í eldsvoðum árin 2004 og 2011. Heilbrigðisnefnd borgarinnar fjallar líklega um tilmælin og áhættumatið í byrjun september.

„Miðað við þær vinnsluaðferðir sem við vinnum eftir hlýtur þessi bókun að byggjast á misskilningi,“ segir Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka