Ögmundur braut jafnréttislög

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög í fyrra þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík.

Konan, Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi frá 2009, var álitin hæfari en karlinn, Svavar Pálsson, í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur.

 Gagnrýnt er m.a. að ráðherra hafi ekki leita álits umsagnaraðila beggja umsækjenda. „Kærði [þ.e. ráðherra] hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var,“ segir í úrskurðinum.

Halla Bergþóra kærði ákvörðun ráðherra. Áslaug Árnadóttir, lögmaður hennar, sagði Höllu ekki hafa ákveðið hvort hún færi fram á bætur en úrskurðurinn væri afdráttarlaus.
 „Það er skýrt í lögum að atvinnuveitandi má ekki gera upp á milli karla og kvenna á grundvelli kyns,“ segir Áslaug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert